Við erum reyndir en ólíkir þjálfarar, með þjálfararéttindi frá þrem mismunandi skólum, höfum sótt fjölda námskeiða í mismunandi þjálfun og erum því reiðubúin til að taka á móti allskonar viðskiptavinum. Við erum tilbúin að leggja á okkur til þess að þú náir árangri. Við viljum endilega hjálpa þér að ná þeim markmiðum sem þig langar og hefur dreymt um. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, það getum við sko alveg sagt ykkur 🙂
Því miður ekki, en þú getur lagt fram ósk. Við röðum niður viðskiptavinum eftir sem við teljum vera best. Sem þjálfarar erum við mjög ólík og sérhæfum okkur á mismunandi sviðum. Því teljum við best að við röðum niður viðskiptavinum okkar svo þeir fái sem mest úr þjálfuninni.
Við getum gert matarplön, en við teljum betra að fólk læri á næringuna sína. Þannig langar okkur að kenna öllum okkar viðskiptavinum á næringargildi. Að kunna á næringargildi opnar svo margar dyr fyrir manni og hjálpar til við að viðhalda árangri. Við höfum enga trú á kúrum eða skyndilausnum, reynslan hefur sýnt að árangur af slíku endist stutt.
Við mælum með því að þú farir og lesir hvaða þjálfun er í boði hér. Greinagóðar útskýringar við hvern pakka ætti að auðvelda þér valið.
Því miður er það ekki hægt nema framvísa læknisvottorði ef þú getur ekki haldið áfram af heilsufarslegum ástæðum. Í skilmálunum okkar er þetta mjög skýrt, þá getur þú fundið hér. Ef þú ert óviss um þjálfunina þá mælum við með því að taka stakan mánuð og prufa. Taka svo ákvörðun um framhaldið eftir það 🙂
Algjörlega! Hver vill ekki vita hvernig er best að nærast? Hvað kemst ég upp með að borða? Hversu mikið magn á ég að borða? Allar þessar spurningar og miklu fleiri færðu svör við í næringarþjálfuninni. Næringarþjálfun er fullkomin fyrir alla sem vilja læra betur hvernig næringargildi virka, hvað er í matnum sem þú ert að borða og hvort þú sért að nærast rétt. Við teljum að allir íþróttamenn ættu að kunna inná næringargildi (macros) því það eitt og sér getur skilað þér svo miklu lengra.
Já, við getum gert æfingar- og matarplön sem taka mið af þeim íþróttum sem þú æfir. Við getum gert plön alveg sérsniðin að þínum þörfum. Við vinnum allt í sameiningu svo viðskiptavinurinn sé sáttur.
Sjálfsagt mál. Við mælum þó með því að viðkomandi eigi lágmarks búnað heima hjá sér svo við getum haft æfingarplönin fjölbreytt. Við mælum með að eiga: dýnu, sippuband, létt handlóð og eina meðal þunga ketilbjöllu. Því fjölbreyttari búnaður, því betra 🙂
Því miður er þetta bara fjarþjálfun og hún fer einungis fram í gegnum netið. Við gerum okkar allra besta í að hafa samskiptin persónuleg og svörum alltaf eins fljótt og hægt er. Það er alltaf hægt að senda á okkur og við svörum samviskusamlega þegar við mætum til vinnu.
Aldurstakmarkið er 18 ára nema með samþykki foreldra.
Auðvitað! FA fitness er fyrir alla 🙂 Við tökum að okkur að kenna öllum næringarráðgjöf og í fjarþjálfuninni getur viðkomandi ekki valið matarplan, heldur þarf hann að læra á næringuna sína til að geta sett upp plan. Við aðstoðum auðvitað við það!
Þú getur valið hvaða pakka sem er þó þú sért á ketó. Við tökum þó ekki að okkur að setja upp ketó plön eða plön fyrir önnur sambærileg ,,mataræði”. Aðili á ,,mataræði” sem þessu þarf að sjá um mataræðið sitt sjálfur. Við kennum viðkomandi að macrosa/næringarþjálfun – hvernig næringargildi virka. Það að kunna vel inná næringuna sína er lykillinn að árangri sem auðvelt er að viðhalda alla tíð.
Næringargildi eru orkuefnin sem koma úr matnum sem þú neytir og flokkast næringargildi í fjóra flokka, þ.e. prótein, fita, kolvetni og alkahól. Líkaminn nýtir þessi orkuefni og við niðurbrot á þeim verða til kaloríur en kalóríur eru mælieining á orku.
Ekki frekar en þú vilt, en við ráðleggjum þér það til að byrja með til að læra á skammtastærðir. Að vigta mat er bara ein leið til að áætla magn en það má notast við aðrar aðferðir t.d. bollar, teskeiðar, matskeiðar, hendur, puttar og fleira.
Ekki allir þjálfarar FA fitness bjóða upp á einkaþjálfun. Ef þú vilt einkaþjálfun þá þarftu að hafa kort í World Class. Þjálfarar sem vinna núna sem einkaþjálfarar samhliða FA fitness eru Rannveig Anna Jónsdóttir og Gunnar Stefán Pétursson. Til að fá verðskrá þarf að senda þeim fyrirspurn.
Við gerum okkar besta í að skila öllum prógrömum með myndböndum af þjálfurum gera æfingarnar svo fólk viti hvað það eigi að gera.
Nei því miður, við bjóðum upp á persónulega þjálfun fyrir hvern og einn og fær viðskiptavinurinn allt sérsniðiðið að sér ásamt persónulegum aðgangi að innri vef FA fitness. Öll höfum við mismunandi markmið og þarfir.
Öll þjálfun hjá okkur fer í gegnum internetið svo þú getur verið staðsettur hvar sem er í heiminum, svo lengi sem þú ert með aðgang að interneti.
Þú færð þinn persónulega aðgang að innri vef FA fitness. Þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar þá getur allt að 1-3 daga að sérsníða þín prógröm.
Nei, þjálfunin er þannig uppsett að þú berð sjálf/ur ábyrgð á að æfa og skila öllu til okkar svo við getum betrumbætt allt handa þér þegar það á við. Við munum ekki standa hliðiná þér í ræktinni en myndböndin frá okkur munu leiða þig í gegnum ferlið. Aðhaldið sem þú færð í gegnum innri vefinn er mjög gott og þar getum við og þú fylgst sem árangri þínum.
Það skiptir engu máli. Viðskiptavinur fær allt í hendurnar sem hann þarf til að ná sínum markmiðinu.