Keppnisþjálfun

Fyrir þá sem vilja EXTRA mikið aðhald og komast í sitt allra besta form

Innifalið í Keppnisþjálfun

Tilboð

Hentar þeim sem hafa áhuga á að keppa í fitness, vaxtarrækt eða módelfitness.

Pakkinn inniheldur næringarráðjöf og æfingarplön og allt sem tengist því að keppa í fitness, þjálfararnir hafa allir reynslu af því að keppa og þjálfa keppendur.

Þú færð aðgang að innra neti FA fitness þar sem öll samskipti við þjálfara fara fram í gegnum netspjall. Á innra netinu hefur þú aðgang að öllum upplýsingum varðandi matar- og æfingarplön ásamt útskýringamyndböndum af æfingunum.

Til þess að hámarka þinn árangur sendir þú inn upplýsingar og gögn sem innihalda ummmálsmælingar, myndir og þyngd svo þjálfarar geti fylgst með árangri þínum í þjálfuninni.

Þegar nálgast fer keppni þá breytast æfingarnar, matarprógrammið og næringaráðgjöfin. Farið verður dýpra yfir málefni sem tengjast vítamínum, steinefnum, vökvainntöku og næringu. Allt er þetta gert á heilbrigðan veg og aðilar eru settir í gegnum svokallað “science based approach”. Það verður farið vel yfir alla þá hluti sem þú ættir að gera og hvað þú ættir ekki að gera.

Þjálfarar leiðbeina einnig um ýmsa praktíska hluti eins og skart, bikiní, keppnisskýlur, neglur, hár, vax, förðun og margt fleira sem þarf að huga að fyrir keppni. Hver og einn er með mismunandi hluti sem þarf að huga að svo hann nái fram sínu besta á keppnisdegi. Þjálfarar geta leiðbeint varðandi pósur. Pósur eru eitt það mikilvægasta sem þarf að huga að og er mælt með því að sækja um á pósunámskeið. Þannig fæst betri upplifun af því hvernig er að pósa í kringum aðra sem eru að fara keppa.

Mikilvægasta við keppnisþjálfun FA Fitness er að skila fólki upp á svið í sínu besta formi en einnig í heilbrigðu ástandi hvað varðar næringu og æfingar. Mikilvægasti parturinn af þessu er að aðilar haldi áfram eftir keppnisþjálfun og taki eftirferlið föstum tökum sem reynist mörgum erfiðara en niðurskurðurinn sjálfur. Við viljum að fólk komi vel útúr keppnisþjálfun en ekki illa.

Sækja um í Keppnisþjálfun!

Skráðu þig á póstlistann okkar!

Allur réttur áskilinn © 2024 · Vefur hannaður af Alpha – Online Business Akademían