Skilmálar

Skilmálar

Almennt

Það er okkar markmið að viðskipti þín við FA Fitness séu ánægjuleg. Til að stuðla að því mælum við með því að þú kynnir þér skilmála FA fitness. Það mun fyrirbyggja allan misskilning og stuðla að góðum samskiptum í framtíðinni.

 

Þjónusta FA Fitness

FA Fitness veitir þjónustu á sviði upplýsinga og aðgangs að vefsvæði fyrir einstaklinga. Um er að ræða aðgang að hugbúnaði sem heldur utan um æfingarplön, matardagbækur, samskipti við þjálfara, fræðsluefni og persónuupplýsingar notenda. Þjónustu þessari er ætlað að veita notendum aðhald og aðstoða þá við að ná bættum árangri og betri heilsu. 


Réttur til að hætta við pantanir

FAfitness.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

FA Fitness áskilur sér rétt til að segja upp áskrift án endurgreiðslu ef samband milli kúnna og þjálfara er ekki að ganga.

 

Notendur

Með hugtakinu „notendur“ í hvaða falli sem er, fleirtölu eða eintölu, er átt við þá sem nýtir sér þjónustu FA Fitness. Allir þeir sem nýta sér þjónustu FA Fitness verða að lesa skilmála þessa og samþykkja við skráningu á vefsvæði. Notendur fá aðgang að innri vef FA Fitness og bera þeir ábyrgð á að tryggja leynd aðgangsupplýsinga sinna, þ.e. notendanafns og lykilorðs. Notendum er óheimilt að deila aðgangsupplýsingum með öðrum aðilum eða veita öðrum aðgang að innri vef FA Fitness. FA Fitness ber enga ábyrgð á hvers kyns tjóni, beinu eða óbeinu, sem kann að hljótast af því að aðrir aðilar komist yfir aðgangsupplýsingar notenda. Verði notandi þess var að óviðkomandi aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar hans að innra vef FA Fitness, þá skal hann samstundis láta FA Fitness vita. Notandi ber fulla ábyrgð á því að upplýsa FA Fitness um heilsukvilla, ofnæmi og annað sem skipt getur máli við nýtingu á þjónstunni.

 

Verð og áskrift

Verð fyrir þjónustu FA Fitness er í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni og má finna verð hverjar þjónustu fyrir sig á heimasíðu FA Fitness hjá viðkomandi þjálfara. FA Fitness þjálfarar áskilja sér rétt til að breyta verðum . Þegar greitt hefur verið fyrir þjónustu þá er kominn á samningur milli FA Fitness og notanda. Samningar eru með binditíma sem hafa verið gefnir upp t.d. 3 mánuðir +, 4 mánuðir+ eða 6 mánuðir + og framlengjast þeir ekki sjálfkrafa að binditíma loknum nema þjálfari hafi sagt annað. Notendum er þó ávallt frjálst að óska eftir framlengingu. Greiði notandi ekki innan 10 daga frá gjalddaga þá lokast á aðgang hans að innri vef FA Fitness. Það er á ábyrgð notanda að réttar greiðsluupplýsingar séu gefnar við skráningu. Ef aðili hefur valið kortaleið og kort nást ekki að verða rukkuð sem hafa verið gerðir samningar um fer þetta í innheimtu ferli hjá Inkasso og fer úr höndum FA Fitness ef aðilar lenda í innheimtu þá bera þeir ábyrgð á að ræða við Inkasso um frekari upplýsingar.

 

Uppsögn samnings

Þegar kominn er á samningur um kaup á þjónustu FA Fitness þá er ekki hægt að segja upp þjálfun/þjónustu. Á móti framlengist binditími ekki sjálfkrafa nema þjálfari hafi gefið aðila upp annað. Fari notandi ekki eftir skilmálum þessum þá áskilur FA Fitness sér rétt til að segja samningi um þjónustu upp án nokkurs fyrirvara eða endurgreiðslna.

 

Takmörkun ábyrgðar

FA Fitness ber ekki ábyrgð á: 

Meiðslum, slysum, veikindum, mistökum eða öðru sem kann að leiða til skaðabótaskyldu eða refsiskyldu. Notandi nýtir þjónustu FA Fitness á eigin ábyrgð. 

Óþægindum eða tjóni, beinu eða óbeinu, vegna bilana í tölvu- eða hugbúnaðarkerfum. 

Tjóni eða óþægindum sem kunna að hljótast af því hvers konar misnotkun eða mistökum við meðferð upplýsinga sem fara á milli þjónustuveitanda og notanda. Hér getur t.d. átt við ef þriðji aðili brýst inn í tölvukerfi þjónustuveitanda FA Fitness eða tölvukerfi FA Fitness/notenda og stelur eða misnotar upplýsingar á annan hátt.

Tjóni eða óþægindum vegna annara atvika sem talin eru óviðráðanleg (e. force majeure).

Neinum upplýsingum eða gögnum sem notandi sendir til FA fitness í gegnum innri vefinn/appið. FA fitness skuldbindur sig til að vernda upplýsingar og gögn notenda eftir fremsta megni.

 

Höfunda- og hugverkaréttur

Innihald vefsiðurnnar fafitness.is, að meðtöldu öllu efni og innihaldi innra nets FA Fitness, er varið samkvæmt höfundaréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og þeim lögum sem kunna að gilda á öðrum stöðum. Allt efni og innihald fafitness.is er eign FA Fitness. Með því að gerast notandi er aðila veittur aðgangur að efni og innihaldi FA Fitness og honum heimilað að nota það í samræmi við skilmála þessa. Notanda er með öllu óheimilt að afrita efni og innihald sem aðilar fá hjá FA Fitness, nema til eigin nota. Með efni og innihaldi fafitness.is er átt við allt sem er þar að staðaldri ásamt upplýsingum á innri vef/appið, auk efnis sem notanda kann að vera sent í tengslum við persónulegar ráðleggingar með æfingar eða annað. Öll dreifing, afritun eða endurútgáfa á efni og/eða innihaldi FA Fitness er óheimil.

 

Persónuvernd

Hluti af því að nýta sér þjónustu FA Fitness felst í því að veita okkur upplýsingar um þig. Þær upplýsingar sem þú veitir kunna að vera persónuupplýsingar og viðkvæmar persónuupplýsingar. Ástæðan fyrir því af hverju þú veitir okkur þessar upplýsingar er einföld, með því getum við veitt þér mun betri þjónustu. Það er alltaf undir þig komið hversu miklar upplýsingar þú kýst að veita okkur. 

FA Fitness heitir fullum trúnaði um þær upplýsingar sem þú veitir okkur. Við munum gæta þinna upplýsinga eftir bestu getu. Um meðferð persónuupplýsinga við viðskiptin fer samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þær upplýsingar sem við kunnum að safna um þig og óska eftir að þú veitir okkur eru:

Nafn, heimilsfang og aðrar tengiliðaupplýsingar.

Kennitala.

Samskipti þín við okkur.

Æfingaplön sem þú færð aðgang og önnur sambærileg gögn.

Mælingar.

Myndir.

Persónulegar upplýsingar um þig og þitt nánasta umhverfi, vinnu fjölskyldu og fleira. 

Heilsufarsupplýsingar.

Við munum hvorki safna né vinna persónulegar upplýsingar um þig í öðrum tilgangi en þeim að veita þér góða þjónustu. Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt fyrir veitingu persónuupplýsinga og eftir atvikum fengið þeim eytt.

Upplýsingar um kreditkortið þitt eru aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Rapyd geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.

Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur. Hið sama gildir hvort sem þú ert skráður notandi eða ekki.

Fyrir frekari upplýsingar um öruggi greiðslu þinnar vísum við á heimasíðu Rapyd.

 

Breytingar

FA Fitness áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum þessum og þjónustu án fyrirvara.

 

Ágreiningur

Rísi ágreiningur um viðskiptin sem verður ekki leystur með öðrum hætti en aðkomu dómstóla skal mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Nánari upplýsingar

Ef þú þarft nánari upplýsingar eða vilt koma að ábendingum eða kvörtunum, sendu okkur þá fyrirspurn á fafitness@fafitness.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.


Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. janúar 2023.