Verð fyrir þjónustu FA Fitness er í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni og má finna verð hverjar þjónustu fyrir sig á heimasíðu FA Fitness hjá viðkomandi þjálfara. FA Fitness þjálfarar áskilja sér rétt til að breyta verðum . Þegar þú hefur samþykkt skilmála og skráð þig í þjálfun þá er kominn á samningur milli FA Fitness og notanda. Samningar eru með binditíma sem hafa verið gefnir upp t.d. 3 mánuðir +, 4 mánuðir+ eða 6 mánuðir + og framlengjast þeir ekki sjálfkrafa að binditíma loknum nema þjálfari hafi sagt annað. Notendum er þó ávallt frjálst að óska eftir framlengingu. Greiði notandi ekki innan 10 daga frá gjalddaga þá lokast á aðgang hans að innri vef FA Fitness. Það er á ábyrgð notanda að réttar greiðsluupplýsingar séu gefnar við skráningu. Ef aðili hefur valið kortaleið og kort nást ekki að verða rukkuð sem hafa verið gerðir samningar um fer þetta í innheimtu ferli hjá Inkasso og fer úr höndum FA Fitness ef aðilar lenda í innheimtu þá bera þeir ábyrgð á að ræða við Inkasso um frekari upplýsingar.
Þegar skilmálar hafa verið samþykktir er kominn á samningur um kaup á þjónustu FA Fitness þá er ekki hægt að segja upp þjálfun/þjónustu. Á móti framlengist binditími ekki sjálfkrafa nema þjálfari hafi gefið aðila upp annað. Fari notandi ekki eftir skilmálum þessum þá áskilur FA Fitness sér rétt til að segja samningi um þjónustu upp án nokkurs fyrirvara eða endurgreiðslna.
Meiðslum, slysum, veikindum, mistökum eða öðru sem kann að leiða til skaðabótaskyldu eða refsiskyldu. Notandi nýtir þjónustu FA Fitness á eigin ábyrgð.
Þær upplýsingar sem við kunnum að safna um þig og óska eftir að þú veitir okkur eru:
Nafn, heimilsfang og aðrar tengiliðaupplýsingar.
Kennitala.
Samskipti þín við okkur.
Æfingaplön sem þú færð aðgang og önnur sambærileg gögn.
Mælingar.
Myndir.
Persónulegar upplýsingar um þig og þitt nánasta umhverfi, vinnu fjölskyldu og fleira.
Heilsufarsupplýsingar.
Við munum hvorki safna né vinna persónulegar upplýsingar um þig í öðrum tilgangi en þeim að veita þér góða þjónustu. Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt fyrir veitingu persónuupplýsinga og eftir atvikum fengið þeim eytt.
Upplýsingar um kreditkortið þitt eru aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Rapyd geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.
Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur. Hið sama gildir hvort sem þú ert skráður notandi eða ekki.
Fyrir frekari upplýsingar um öruggi greiðslu þinnar vísum við á heimasíðu Rapyd.
FA Fitness áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum þessum og þjónustu án fyrirvara.
Rísi ágreiningur um viðskiptin sem verður ekki leystur með öðrum hætti en aðkomu dómstóla skal mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.