Flestir sem þekkja mig sjá mig aðeins sem keppanda í vaxtarrækt og þjálfara ég var ekki alltaf þessi aðili.
Ég heiti Gunnar Stefán Pétursson og er 32 ára.
Aðeins um mig👇🏽
Ég er lærður bakari(mun meira menntaður í dag) og var það mín aðal vinna í langan tíma.
Þess má geta að ég lenti í slæmum meiðslum 2008. Þau meiðsli höfðu mikil áhrif á mitt hugarfar.
Hvernig? Ég fékk þau skilaboð að vaxtarlínan hjá mér í vinstra hné sprakk út þegar ég var í fótbolta. Ef hún myndi ekki gróa saman þyrfti að bora í gegnum aðrar svo ekki yrði missamræmi.
Ég sem betur fer fékk góð skilaboð að það myndi ekki þurfa. 6 vikur rúmliggjandi! Erfiðasti tími lífs míns þar sem ég var gifsaður frá tá upp að nára.
Ég hafði 2 valmöguleika í mínu höfði. Vera áfram sami strákurinn, feiminn, kvíðinn við að tjá mig og breytast og var í tölvuleikjum sem veittu mér einhverja stundaránægju(ég leitaði í þá vegna eineltis sem ég varð fyrir lengi). Eða gjörbreytast og koma til baka getað hlaupið, gengið og hoppað aftur og spilað fótbolta.
Ég valdi það að spila fótbolta sem betur fer! Seldi tölvuna og losaði mig við allt tengt netspilun og hef ekki komið nálægt tölvuleikjum siðan, forðast það og hef ekki tíma í dag fyrir þannig.
Á nokkrum mánuðum var eg byrjaður að spila fótbolta. 1 og hálfu ári seinna var ég eins og önnur manneskja. Allt annað hugarfar og var lífið mitt fótbolti, ræktin og vinnan(tók þá ákvörðun að fara ekki í framhaldskóla og læra bakarann)
Ég breytist mikið hugarfarslega og líkamslega og útlitslega á nokkrum mánuðum. Það var meirisegja það mikil útlitsbreyting á mér að sumir þekktu mig ekki í fyrstu.
Ég fór úr því að vera bakvörður yfir í það að verða framherji og varð markahæstur á einum tímapunkti. Strákurinn sem átti ekki að vera nálægt markinu þegar hann fékk boltann því hann skoraði ekki.
Ég hef gengið í gegnum ýmsilegt síðustu ár. Aldrei myndi ég 15/16 ára guttinn ég sjá mig vera á þeim stað sem ég er í dag. Árangur minn er trú mín á að ég get ávallt bætt mig!
Í dag er ég margfaldur meistari í fitness og vaxtarrækt og þjálfað síðustu ár einstaklinga í flestum íþróttum hér á landi til að ná sér í titla á íslandi, evrópu og heimsmeistaramótum. Ég hef einnig hjálpað aðilum að finna akkurat trúna á sér og hjálpað þeim í sitt allra besta form andlega og líkamlega.
Ég hef ekki hætt að lyfta né spá í næringu og öðru tengdu líkamanum. Ég hef ekki hætt að læra og tel mig vera eflaust einn af menntaðari einka þjálfurum sem eru starfandi á íslandi í dag. Ég hef lagt líf og sál í að verða alltaf betri þjálfari og kenni og hjálpa einnig öðrum þjálfurum.
Ég er eigandi FA Fitness og hefur fyrirtækið hjálpað á síðustu 4 árum vel yfir 3000þ manns að ná árangri.
Í dag vinn ég mest með íþróttarfólki á hærstu levelum næringarlega og öðrum þjálfurum með að taka sín fyrstu skref.
Einnig vinn ég með konum og körlum sem einmitt hafa verið á svipuðum stað og ég og telja sig ekki vera næginlega góða eða hafa ekki þá sýn núna. Ég hjálpa þeim að sjá að allt er hægt ef trúin er til staðar.
Ef ég get náð að gjörbreyta mér á nokkrum mánuðum og fara langt umfram mína sýn þá getur þú það líka!
Hér eru nokkur skilyrði viljiru vera í þjálfun hjá mér og á þetta við fjarþjálfun.
Þú þarft að fylgja minum ráðleggingum og fyrirmælum
Þú þarft að senda mér video af þér æfa
Þú þarft að vera tilbúinn til að vita að árangurinn er undir þér kominn
Þú þarft að leita til mín
Þú þarft að checka in x hluti daglega og vikulega
Þú þarft að checka in á þeim degi sem ég legg upp og ekki öðrum. Þín ábyrgð er að skila öllu á réttum tíma.
Þú þarft að biðja um hjálp þegar þér vantar hjálp
Þú þarft að senda mér spurningar
Þinn árangur er á ÞINNI ábyrgð
Ég er ekki að leita að þér. Þú ert að leita til mín svo ef þú ert 100% tilbúinn til að ná árangri þá verðuru að fylgja mínum fyrirmælum til að þú náir árangri.
Ég kem með öll tólin í átt að árangri
Ég hjálpa þér sama hver vandamálin eru
Það eru enginn vandamál bara lausnir!
Ég mun gera allt í mínu valdi til að skila þér árangri ef þú getur svarað öllu með já hér að ofan.
Ég legg líf og sál í mína vinnu
Ef þú ert tilbúinn í þetta skráðu þig!