Tómas Örn Eyþórsson

Tómas Örn Eyþórsson heiti ég og er þjálfari hjá Fafitness

Ég vinn með einstaklingum sem margir hverjir glíma við vandamál og verki eins og ég gerði og geri enn. Það er ávallt hægt að finna leiðir til að ná árangri þó hindranir séu til staðar!

Sagan mín er í stuttum máli

Ég var farþegi í bíl í kringum 2000 þar sem keyrt er í veg fyrir okkur og við það slasast ég á hrygg og út frá því hef þurft að lifa við stanslausa verki og vandamál tengd því.

Þessi vandamál síðan versnuðu til muna þegar ég lendi í að það er keyrt á mig 2x í viðbót og gerði það útslagið, ég bara gefst upp líkamlega, andlega og sekk í verkjalyf, sjálfsvorkunn og volæði og enda algerlega á botninum!

Ég lagði þá í það verkefni að setja allt sem ég mögulega gat í að losa mig við þessa persónu sem ég var orðinn, fíkill, og smíða þann einstakling sem mig dreymdi um að verða!

Allt frá því að læra að þjálfa í að standa upp á sviði og keppa í fitness og verða bikarmeistari 2023 og landa öðru sæti 2024 á Íslandsmeistara mótinu.

Ég lifi núna lífi sem ég virkilega elska og það er alger draumur að vera núna kominn inn sem partur af Fafitness!

Í dag stend ég hérna þakklátur fyrir að hafa valið erfiðu leiðina og staðið aftur upp og ég vill að þú gerir það sama! Ef ég get náð að gjörbreyta mér og fara langt umfram mína sýn þá getur þú það líka!

Hér eru nokkur skilyrði viljirðu vera í þjálfun hjá mér og á þetta við fjarþjálfun.

Þú þarft að fylgja mínum ráðleggingum og fyrirmælum

Þú þarft að senda mér vídeó af þér æfa

Þú þarft að vera tilbúinn til að vita að árangurinn er undir þér kominn

Þú þarft að leita til mín

Þú þarft að checka in x hluti daglega og vikulega

Þú þarft að checka in á þeim degi sem ég legg upp og ekki öðrum. Þín ábyrgð er að skila öllu á réttum tíma.

Þú þarft að biðja um hjálp þegar þér vantar hjálp

Þú þarft að senda mér spurningar

Þinn árangur er á ÞINNI ábyrgð

Ef þú ert 100% tilbúinn til að ná árangri þá verðuru að fylgja mínum fyrirmælum til að þú náir árangri.

Ég kem með öll tólin í átt að árangri

Ég hjálpa þér sama hver vandamálin eru

Það eru enginn vandamál bara lausnir!

Ég mun gera allt í mínu valdi til að skila þér árangri ef þú getur svarað öllu með já hér að ofan.

Ég legg líf og sál í mína vinnu

Ef þú ert tilbúinn í þetta skráðu þig!

Umbreytingar sem þú getur treyst

Stöðug samskipti

Í gegnum appið okkar hefur þú persónuleg samskipti við þjálfara í gegnum spjallsíðu þar sem þú getur spurt spurninga eða ef eitthvað er að flækjast fyrir þér.

Næringargildi

Við bjóðum upp á úrval að leiðum til þess að byggja upp heilsusamlegt mataræði en þar á meðal eru fullbúin næringargildi eða aðferð sem kallast „If it fits your macros“ (macros).

Vikulegar uppfærslur

Á viku fresti sendir þú inn mælingar, myndir og segir okkur hvernig þér gengur svo við getum hjálpað þér að ná hámarks árangri.

Sérsniðið æfingarplan

Í þjálfun eru plön aðsniðin að þér og þínum markmiðum til þess að hámarka árangur á meðan þjálfun stendur.