Ég heiti Atli Hrafn og er þjálfari hjá FA Fitness.
Ég hef brennandi áhuga á fitness/vaxtarækt og ef verið að stunda líkamsrækt að fullu síðan 2017 með þá einbeitingu að keppa í fitness. Það tók mig nokkur ár að byggja upp þann kjark að stíga upp á svið gerði það í fyrsta skipti í Möltu í apríl 2024 og lennti þar í 3 sæti og helgina eftir það vann ég Íslandsmeistaratitill í fitness karla.
Ég hafði alltaf glímt við vonda sjálfsímyndum og lítið sjálfstraust frá því ég var yngri og upp að mínum unglingsárum. Það kom að mestu leiti frá útliti hjá mér. Mestu vegna þess að ég hafði alltaf verið frekar þybbinn strákur mest allt líf og ekki hugsað nóg og vel um sjálfan mig. Það leiddi mig í ræktina því mig langaði í stóra vöðva og sixpack. Ég varð fljótur heillaður að þessu sjá líkaman minn gjörbreytast og líta út einsog mig hafði alltaf dreymt um. Ég byrjaði í fyrsta skipti um tvítugt að líða vel í eigin skinni og hvert skipti sem ég leit í spegilinn var ég ánægður með sjálfan mig. Þessi tilfinning er eitthvað sem ég myndi óska að allir fái að upplifa.